Viewing page 44 of 50

This transcription has been completed. Contact us with corrections.

MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1983
23

Gárur
eftir Elínu Pálmadóttur

 Einu sinni endur fyrir löngu var uppi maour sem kunni þá list að seðja 5.000 manns með 7 fiskum. Nú þarf að fara að seðja 240 þús. Íslendinga á færri fiskum en þeir hafa vanist. Meira að segja á færri fiskum og magrari. Og enginn kraftaverkamaður uppi um þessar mundir, sem getur gert úr þeim meiri mat en þar er. Ekki heldur að efa að þeir sem neyta eiga eru miklum mun gráðugri og ganga  harðar eftir mat sínum en þeir sem einu sinni söddust af 7 fiskum suður í landi Gyðinga.
 Vandamálið ýfði hugarfylgsnið við að heyra í niðurstöðu fiskifræðinga um ekki-aflahorfur í þorskveiðum framtiðarinnar. Sést ekki ðar að 6-7 ára meðalþorskur á Íslandsmiðum vegi nú ekki nema liðlega 3 kg, rétt í þann mund sem maður er að hafa það í blaðinu eftir frönskum fiskimönnum meðan þeir veiddu þorsk við Ísland að venjulegt sé að draga úr sjó 12 kg þorska. Og birta af einum þierra mynd með svo stóran þorsk á bakinu að hann er jafn langur manninum. Dapurlegustu fréttirnar eru þo að þorskurinn byrjar nú ekki fyrr en seinna á ævinni að geta af sér afkvæmi. Eru nú ekki nema 26 af hverjum 100 veiddum sex ára þorskum orðnir kynþroska. Af hverju ætli sá guli sé tekinn upp á því að standa seinna í barneignum en fyrr? Ekki er hann kominn á pilluna. Það segja fiskifræðingar að stafi af því að dregið hafi úr vaxtarhraða fisksins á undanförnum árum. Og af hverju vex maður og verður stór? Af því að borða mikið og vel, var manni sagt í æsku. Gildir sjálfsagt sama um litla þorska. En hvernig á þorskurinn að fá hollan rétt eins og loðnu, ef mannfólkið á Íslandi er búið að eta - nei, fyrirgefið, bræða hana frá honum. Ekki nóg eftir handa þessum fáu þorskum, sem eftir eru til að þeir fái þrifist. Og orðið fullorðnir. Þá fáum við Íslendingar ekki heldur nægan þorsk til að þrífast vel og geta keypt í útlöndum.

 Til hvers ætli við höfum verið að því? Það er víst okkar háttur að ganga með offorsi og græðgi í að nýta allt nýtilegt á einu afmörkuðu sviði og halda þar áfram þar til allt er uppurið. Þá er snarsnúið í það næsta af jafn lítilli forsjálni. Saga Hrafna-Flóka, sem ekki heyjaði handa búfé sínu vegna þess að hann var upptekinn við að draga ofgnótt fiskjar úr vötnum og sjó, hefur margendurtekið sig, eins og Vilhjálmur Lúðvíksson benti á í grein um fæðubúskap landsmanna í einu riti Landverndar. Og afleiðingarnar þekkjum við, skógareyðingu, hrun síldar- og loðnustofna og nú þorskstofnsins. Hvað næst?

 Sú loðna sem hefði átt að veiðast sl. haust eða verða þorskafæða, hefði átt að fæðast fyrir 2 árum, ef ekki hefði verið búið að bræða foreldrana eða selja hrognin til Japan handa körlum sem trúa því að þau auki þeim karlmennsku. Líklega höfum við þó ekki ætlað okkur að kippa þarna loðnunni úr miðri lífkeðjunni. Vísindalegar rannsóknir seinni ára virðast ekki hafa mikið hjálpað til að setja þetta allt í samhengi. Undanfarna tvo áratugi höfum við verið að flytja áfram í blöðunum upplýsingar um hve mikið áætlað er að mannfólið - framan af útlendingar sem Íslendingar - megi veiða af þessari tegundinni eða hinni, en ekki minnist ég þess að hafa fengið fréttir um áætlað magn handa þorskinum, svo hann mætti vaxa og verða stór. Þó kann pað að vera. Þetta hefur allt verið í afmörkuðum hólfum, hver sérfræðingur með sína tegund. Nú er samspil tegundanna víst ekki almennt vel þekkt. Ekki vitað hvað kemur í staðinn ef ein fisktegund er veidd niður. Danir munu þó t.d. hafa áttað sig á því að makríll og síld eru á víxl í hámarki í Norðursjó og þá vegna ónógs ætis fyrir báða. Hvað hér? Við vitum að svifþörungarnir eru frumfæðan í hafinu og að öll dýr sjávar eiga beint eða eftir lengri fæðukeðju mat að sækja til þierra. Með því að taka hverja tegundina af annarri til ofsanýtingar, gætum við endað á svifþörungunum og lokið okkur þarmeð af. Ekkert meir að hafa.

 Sumir segja að þorskinum sé bara of kalt til að þrífast vel í kólnandi sjó. En frönsku sjómennirnir segja líka sögur af því er þeir biðu tímunum saman inni á fjörðum, lokaðir þar inni vegna hafíss. Þá var líka kalt.

 Vonandi fer ekki fyrir okkur eins og mannkyninu í ljóði Roger Woddis, sem segir að við hinir fáfróðu viljum ekki vera að gera neitt veður út af hlutunum, því sérfræðingarnir viti þetta allt miklu betur. Og ef þeir ekki geri það, þá gætu þeir átt eftir að hitta fyrir leifarnar af mannkyninu. En jafnvel strúturinn geti þó lært að það skiptir máli að lifa af. (Birti ljóðið á ensku sakir hæfileikaskorts í ljóðlist og allir læra nú ensku í grunnskóla.)

You may not love the Human Race
You may not love its silly face,
The way it simply stands and stares, 
The way it minds its own affaires
But even ostriches may learn
Survival is of some concern.

The way I look at it is this:
Abysmal ignorance is bliss.
One doesn't want to make a fuss, 
The chaps in charge know more than us,
And if they don't, they'll have to face
The remnants of the Human Race

P.s. Meðfylgjandi tréskurðarmynd eftir listamanninn Naul Ojeda frá Uruguay um Stóru fiskamáltíðina, mundi sóma sér vel á hvao=ða íslenskum vegg sem er.